27.04.2011
Nętt myndband Nýtt myndband við framlag Íslands til Eurovision, Aftur heim, verður frumflutt í Kastljósi á mánudagskvöld. Það verður einnig í fyrsta sinn sem enska útgáfan heyrist opinberlega, en lagið heitir einfaldlega Coming Home í enskri þýðingu.
Um leið og lagið hefur verið frumflutt verður hægt að hlusta á það á vefnum.
Myndina af Vinum Sjonna, eða Sjonni’s Friends eins og þeir verða kallaðir í Þýskalandi, tók Gassi.